Laggangur
Laggangur, innskotslag eða silla er lárétt innskot samhliða jarðlögunum. Laggangur verður til þegar bergkvika treður sér inn í sem næst lárétta eða lítt hallandi sprungu djúpt í jörðu eða lagmót, til dæmis á milli hraunlaga. Getur samt verið erfitt að greina það frá hraunlögum.