Jökulhlaup
Jökulhlaup verður þegar gífurlegt magn af vatni brýst skyndilega undan jökli og streymir til sjávar með miklum krafti og hamförum. Orðið Jökulhlaup er íslenskt en notað alþjóðlega fyrir þetta fyrirbæri.
Nokkrar tegundir jökulhlaupa eru til; þegar jökull stíflar vatnsrennsli og stíflan brestur síðar, við eldgos eða jarðhita undir jökli getur orðið mikil vatnssöfnun sem að lokum brýtur sér leið undan jökli með miklum krafti og sú þriðja er þegar mikið vatn safnast saman við jökulgarðinn og hann síðar brestur. Krafturinn sem fylgir flóðunum er gífurlegur og getur vatnsflaumurinn borið með sér grjót og ísjaka sem vega nokkur hundruð kíló. Þessum hamförum getur fylgt mikil eyðilegging á náttúru og mannvirkjum og hafa nokkur slík hamfaraflóð átt sér stað á Íslandi
Jökulhlaup eru oft tengd við Ísland en geta þó vel gerst annars staðar. Í Noregi hefur þetta gerst en þá vegna mikilla rigninga sem olli vatnsflóði af yfirborði jökuls – þessi tegund veldur þó yfirleitt ekki eins miklum hamförum og hinar tegundirnar.