Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»
Other languages:

Jarðhiti / jarðvarmaorka

Jarðhiti er varmaorka sem verður til og er geymd í jörðinni, þar sem hitinn kemur frá miðju jarðar. Í sumum löndum hefur jarðhiti verið notaður til matreiðslu og upphitunar í þúsundir ára. Hitinn í jörðinni hækkar eftir því sem neðar dregur og á háhitasvæðum vex hann mun hraðar en á lághitasvæðum.Til að framleiða rafmagn úr jarðhita eru boraðar í kringum 2,5 km djúpar borholur þar sem borað er eftir gufu sem þá kemur upp með miklum þrýstingi og er svo notuð til þess að knýja hverfla sem framleiða rafmagn. Ítalir voru fyrstir til að framleiða rafmagn með þessum hætti árið 1904 í Larderello.

Orka jarðhitans er endurnýjanleg og eins og fram kom hér að ofan hægt að nota til að framleiða rafmagn. Orka sem verður til við borun kallast jarðvarmi. Jarðvarmadælukerfi getur nýtt sér stöðugt hitastig efri þriggja metra yfirborðs jarðar til að hita hús að vetri til. Jarðhitavatn dýpra í jörðinni er hægt að nota beint til að hita upp byggingar eða til að rækta plöntur í gróðurhúsum.

Jarðhiti er virkjaður í yfir 20 löndum í heiminum. Í dag eru Bandaríkin stærsti framleiðandi jarðvarma í heiminum. 

 

Ísland

Í dag rekur Landsvirkjun á Íslandi 18 virkjanir um land allt á fimm starfssvæðum sem gerir fyrirtækið að einum stærsta framleiðanda endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Þessar 18 virkjanir skiptast í 15 vatnsaflsvirkjanir, þrjár jarðvarmavirkjanir og tvær vindmyllur. Ísland er í dag brautryðjandi í jarðvarma. Einstök jarðfræði landsins sem gefur þennan mikla hita í jörðinni veitir mikla möguleika á nýtingu. Með þessum jarðhita og nýstárlegri verkfræði getur Ísland útvegað heitt vatn og rafmagn á heimili landsins, brætt snjó af götum, framleitt ferskt grænmeti og fleira. Um það bil 25% af raforku Íslands kemur frá jarðhita og næstum 100% af hitaveitu og hitun vatns á Íslandi eru fengin frá jarðhita.

 

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.