Kuldavessalag
Kuldavessalög eru lög af stöðugum köldum vatnapæklum eða lögum af ófrosinni jörð sem er varanlega köld (myndar hluta af sífrera). Lögin geta ekki frosið við frostmark vegna mikilla steinefna eða vegna þess að salthlutfallið í vatninu er svo hátt.
Kuldavessalögin eru eina búsvæði jarðar sem einkennist af varanlegu lágu hitastigi, miklu salti og einangrun frá utanaðkomandi áhrifum á jarðfræðilegum tíma. Kuldavessalög eru búsvæði fyrir örverur eins og bakteríur.