Siglingarökkur
Á morgnana hefst siglingarökkur þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 12 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn og lýkur þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 6 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Á kvöldin hefst siglingarökkur þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 6 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn og lýkur þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 12 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn.
Siglingarökkur vísar til þess að sjómenn eiga auðveldara með að sigla á þessum tíma dags vegna þess að bæði stjörnurnar og sjóndeildarhringurinn eru sýnileg. Mannsaugað greinir kannski ekki vel allt sem er í kringum sig og getur því þurft manngert ljós til að sjá þá.