Almannarökkur
Á morgnana hefst almannarökkur þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 6 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn og lýkur þegar sólarupprás verður. Á kvöldin hefst almannarökkur við sólsetur og endar þegar rúmfræðileg miðja sólarinnar er 6 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn.
Á meðan á þessum ljósaskiptum stendur þá sjást eingöngu skærustu stjörnurnar á himninum og sjóndeildarhringurinn. Almannarökkur er bjartast og sér mannsaugað vel hluti í kringum sig án þess að notast við manngerð ljós.