Sjálfbær orka
Orka telst sjálfbær ef hún uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
- Framboð á orkunni er til langstíma og hún mun ná að veita orku fyrir núverandi sem og framtíðar notkun.
- Orkugjafinn verður að vera endurnýjanlegur án mannlegrar íhlutunar
- Magn orku sem neytt er til að nýta tiltæka orkulind má ekki fara fram yfir þá orku sem auðlindin framleiðir.
Lönd sem eru í fararbroddi í heiminum í notkun á sjálfbærri orku eru: Kosta Ríka, Ísland, Noregur, Pórtúgal, Þýskaland og Kína.
Orkunotkun Íslendinga er næstum 100% fengin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Aðallega með vatnsafli og jarðvama sem eru flokkaðir sem sjálfbærir orkugjafar. Landsvirkjun starfrækir 15 vatnsaflstöðvar, þrjár varmastöðvar og tvær vindmyllur sem allar framleiða endurnýjanlega og sjálfbæra orku.