Vindorka
Vindorka er hreyfiorka sem vindur býr til. Loftstreymið sem vindurinn býr til er notað til að knýja til dæmis vindmyllur eða túrbínur til að búa til kraft sem að knýr vélar til að framleiða rafmagn. Kosturinn við vindorkuna er að orkan er næg, tiltæk á mörgum stöðum, sjálfbær, endurnýjanleg, hrein, framleiðir ekki losun gróðurhúsalofttegunda við notkun, neytir ekki vatns og notar lítið land. Vindstyrkur gefur breytilegan kraft, sem er mjög stöðugur frá ári til árs en hefur verulegan breytileika yfir styttri tíma. Vindorka er venjulega notuð með öðrum raforkugjöfum til að veita áreiðanlegt framboð.