Bandajárnsmyndun
Bandajárnsmyndun er efnaset sem myndast hefur í árdaga á sjávarbotni í umhverfi þar sem var súrefnisskortur og hafstraumar litlir. Það samanstendur af þykkum og víðáttumiklum myndunum þar sem þunn járnsteindalög skiptast á við lög úr kvarsi.