Skriðkeila
Skriðkeila kallast það þegar bergbrot af öllum stærðum brotna úr kletti eða brattri fjallshlíð og safnast saman neðst eða umhverfis hlíðina, klettinn, eldfjallið eða í dalnum.
Alltaf þegar klettahlíð verður fyrir áhrifum á ákveðnum ferlum eins og veðrun, efnaveðrun, rofs og fleira getur komið los á bergið í hlíðinni. Þessir ferlar valda oft grjóthruni / skriðu með smáum og stórum bergbrotum eða skriðkeilum sem í eru stærri bergbrot og er ekki eins laus og skriða sem safnast saman neðst í dalnum. Skriðkeilur sem myndast við grjóthrun virðast oft skiptast í smærri bergbrot efst og stærri og grófari bergbrot neðst.

Skriðkeila við botn fjallshlíðar – Aoraki Mt Cook í Þjóðgarðinum á Nýja Sjálandi.

Skriðkeila við botn fjallshlíðar – Billefjorden, central Spitsbergen