Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

Sólarorka

Sólarorka er eins og nafnið gefur til kynna orka frá sólinni í formi hitageisla og ljóss. Orkan er sjálfbær, endurnýjanleg og umhverfisvæn og er tæknin sem notuð er til að virkja sólarorkuna í stöðugri þróun. Í dag eru til dæmis notaðar sólarsellur og íspennuljósnemar til virkjunar á orkunni. Einnig er notaður sérstakur sólararkitektúr þar sem hönnun á byggingum eða rýmum gengur út á að nýta orkuna frá sólinni. Í virkri sólarhitun er notaður sólarsafnari til þess að virkja orkuna. Þessi aðferð er til dæmis oft notuð til að hita vatn til upphitunar á til dæmis húsum. Einnig er til aðeins flóknara kerfi sem kallast varmavélar sem hitar vatnið það mikið að gufa myndast sem er svo notuð til að framleiða rafmagn. Óvirk sólarhitun aftur á móti byggir á að safna sólargeislum beint inn í mannvirki til þess að minnka orkuna sem fer til upphitunar þá eru rýmin hönnuð þannig að þau nýta vel hringstreymis lofts til að dreifa orkunni.

Jörðin verður fyrir 174 PW geislun frá sólinni (eingangruð) í efra lofthvolfi. Um það bil 30% endurkastast aftur út í geim en afgangurinn frásogast í skýjum, höfum og landmassa. Flestir jarðabúar búa á svæðum með einangrunargildi 150–300 watts/m², eða 3.5–7.0 kWh/m² á dag.

Sólarorka er mikilvæg uppspretta sjálfbærrar og endurnýjanlegrar orku. Tæknin við að virkja hana telst annað hvort virk eða óvirk sólarhitun eftir því hvernig tæknin fangar og dreifir sólarorkunni eða breytir henni í sólarkraft.

Notkun á sól- og vindorka eykst stöðugt en þó svo að orkan sé endurnýjanleg eru tækin sem virkja hana yfirleitt gerð úr efnum sem eru óendurnýjanleg. Þessi orkutækni hefur einnig takmarkaðan líftíma og þær virkjanir sem við byggjum í dag munu þurfa endurnýjun.

 

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.