Um Polarpedia
Polarpedia – alfræðiorðabók um Norðurslóðir á netinu
Polarpedia er gjaldfrjáls alfræðiorðabók á netinu aðgengileg án skráningar. Hún er kennsluþáttur í EDU-ARCTIC verkefninu með fræðilegar upplýsingar um Norðurslóðir. Þar er nú að finna um og yfir 500 fræðileg hugtök á allt að 16 Evrópskum tungumálum.
Polarpedia inniheldur texta, ljósmyndir, teikningar, hreyfimyndir og myndskeið. Henni er skipt niður í níu flokka:
- Ís og Snjór
- Loftslag og Veður
- Fólk og Samfélag
- Andrúmsloft
- Dýr og Plöntur
- Vatnsauðlindir
- Land og Jarðfræði
- Himingeimurinn
- Staðir og Sögur
Viðbót við Polarpediuna eru Leikir og Próf sem innihalda kennsluefni fyrir kennara og nemendur á leikjaformi, spurningar, vinnublöð, tilraunir og hugmyndir fyrir hópaverkefni.
Net alfræðiorðabók á fjölda tungumála fyrir skóla
Polarpedia er net alfræðiorðabók sem inniheldur orðalista vísindalegra hugtaka á Evrópsku tungumálunum: ensku, pólsku, dönsku, norsku, frönsku, rúmönsku, búlgörsku, ítölsku, grísku, rússnesku, albönsku, króatísku, serbnesku, makedónísku, þýsku og íslensku.
Polarpedian hjálpar kennurum og nemendum að undirbúa þátttöku þeirra í vefkennslustundum með því að gefa þeim stutta skýringu á vísindalegu hugtökunum sem fyrirlesararnir nota og fjalla um í kennslustundum.
Markmið Polarpediunnar er þannig að veita kennurum og nemendum menntunarlegan stuðning á vísindalegum málefnum, sem þeir geta stuðst við í vinnu og námi og til að geta tjáð sig á þessu sviði á ensku.


This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.