Um Polarpedia
Polarpedia – alfræðiorðabók um Norðurslóðir á netinu
Polarpedia er gjaldfrjáls alfræðiorðabók á netinu aðgengileg án skráningar. Hún er kennsluþáttur í EDU-ARCTIC verkefninu með fræðilegar upplýsingar um Norðurslóðir. Þar er nú að finna um og yfir 500 fræðileg hugtök á allt að 16 Evrópskum tungumálum.
Polarpedia inniheldur texta, ljósmyndir, teikningar, hreyfimyndir og myndskeið. Henni er skipt niður í níu flokka:
- Ís og Snjór
- Loftslag og Veður
- Fólk og Samfélag
- Andrúmsloft
- Dýr og Plöntur
- Vatnsauðlindir
- Land og Jarðfræði
- Himingeimurinn
- Staðir og Sögur
Viðbót við Polarpediuna eru Leikir og Próf sem innihalda kennsluefni fyrir kennara og nemendur á leikjaformi, spurningar, vinnublöð, tilraunir og hugmyndir fyrir hópaverkefni.
Net alfræðiorðabók á fjölda tungumála fyrir skóla
Polarpedia er net alfræðiorðabók sem inniheldur orðalista vísindalegra hugtaka á Evrópsku tungumálunum: ensku, pólsku, dönsku, norsku, frönsku, rúmönsku, búlgörsku, ítölsku, grísku, rússnesku, albönsku, króatísku, serbnesku, makedónísku, þýsku og íslensku.
Polarpedian hjálpar kennurum og nemendum að undirbúa þátttöku þeirra í vefkennslustundum með því að gefa þeim stutta skýringu á vísindalegu hugtökunum sem fyrirlesararnir nota og fjalla um í kennslustundum.
Markmið Polarpediunnar er þannig að veita kennurum og nemendum menntunarlegan stuðning á vísindalegum málefnum, sem þeir geta stuðst við í vinnu og námi og til að geta tjáð sig á þessu sviði á ensku.