Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

Norðurslóðir

Norðurslóðir umlykja Norðurpólinn og eru nyrsta svæði jarðar. Svæðið nær yfir um það bil 45 ferkílómetra en ⅓ af því er Norðursjór og tengd hafsvæði. Á þessu svæði búa eingöngu um 4 milljónir manna sem gerir Norðurslóðir af strjálbýlasta svæði jarðar. Um það bil 10% af þessari tölu eru frumbyggjar, þjóðir sem hafa búið á Norðurslóðum alla tíð eða áður en Evrópubúar komu þangað.

Vegna þess að svæðið er svo stórt er erfitt að finna afdráttarlaus landamæri til að skilgreina það. Það eru því til nokkrar skilgreiningar á Norðurslóðum. Ein skilgreiningin fylgir mörkum náttúrunnar sem er Norðurheimskautsbaugurinn eða nyrstu trjálínunni. Hinsvegar ef þessu er fylgt þá falla nokkrir staðir út úr skilgreiningunni sem menningarlega, veðurfarslega og landfræðilega ættu að vera talin til Norðurslóða. Þess vegna hafa nokkrar alþjóðlegar stofnanir og nefndir ólík viðmið eða skilgreiningar sem fella ákveðin svæði norðarlega á jörðinni inní Norðurslóðaskilgreininguna eftir ólíkri menningu og/eða út frá umhverfislegum sjónarmiðum.

Það eru 8 lönd sem eiga svæði sem liggja innan Norðurslóða: Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Kanada, Bandaríkin, Rússland og Ísland. Ísland er eftir flestum skilgreiningum eina landið sem liggur allt innan Norðurslóða. Hinsvegar, ef við horfum á Norðurheimskautsbauginn eða nyrstu trjálínuna þá tilheyrir Ísland ekki Norðurslóðum.

Lífið á Norðurslóðum er mjög breytilegt eftir svæðum. Það eru ekki margar stórborgir á Norðurslóðum en þær eru ekki frábrugðnar öðrum borgum í heiminum, dæmi um borgir er t.d. Murmansk í Rússlandi, Reykjavík á Íslandi og Tromsø í Noregi.

Nyrst á Spitsbergen (Svalbarða) og á Kanadísku smáeyjunum, hafa rannsóknarstöðvar verið opnaðar fyrir vísindamenn til að rannsaka Norðurslóðir.

Öll samfélög á Norðurslóðum, óháð stærð, eiga við svipaða einangrun að etja og erfitt veðurfar.

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.