Suðurskautslandið
Suðurskautslandið umlykur suðurpólinn og er syðsta álfa jarðarinnar. Hún er fimmta stærsta álfan (14 milljónir ferkílómetrar) og sú fámennasta. Íbúatalan er breytileg eftir árstímum á veturnar eru um 1000 manns sem búa á hinum ýmsu rannsóknarstöðum um álfuna. Á sumrin, þegar rannsóknarstarf er sem öflugast er þar um 5000 manns. Það eru engir innfæddir íbúar á Suðurskautslandinu eina fólkið sem er þarna eru vísindamenn og starfsmenn sem koma frá öðrum löndum.
Hitastigið í álfunni er erfitt mannfólki. Suðurskautið telst til eyðimerkur vegna mjög lítillar úrkomu sem er mest við strendurnar. Lægsta hitastig í sögu jarðarinnar mældist á Suðurskautinu á rannsóknarstöðinni Soviet Vostok árið 1983: -89,2°C. Gervitungla gögn benda til að á ákveðnum stöðum í álfunni hafi hitastigið jafnvel farið niður fyrir -90°C.
Lagaleg staða Suðurskautslandsins er viðhaldið með Suðurskautssáttmálanum.