Endurnýjanleg orka
Endurnýjanleg orka er eins og orðið gefur til kynna orka sem kemur frá náttúrulegum orkulindum sem geta endurnýjað sig og því haldist í jafnvægi. Tegundir af endurnýjanlegum orkugjöfum eru til dæmis vatnsorka, sólarorka, lífmassaorka, jarðvarmaorka og vindorka. Endurnýjanlegir orkugjafar veita oft orku til fjögurra mikilvægra sviða eins og raforkuframleiðslu, loft og vatns hitunar eða kælingar, samgöngu og dreifingar orku til afskekktara svæða.
Endurnýjanlegir orkugjafar eins og sólarorka, vindorka, jarðvarmaorka og hafstraumaorka eru allt sjálfbærir orkugjafar. Hinsvegar eru stíflur sem framleiða raforku eða hreinsun skóga til að framleiða lífdísel ekki álitið sjálfbært.
Ísland er í fararbroddi varðandi endurnýjanlega orkugjafa og er Landsvirkjun með þeim stærstu í Evrópu á þessu svið. 99% allrar raforku unnin á Íslandi er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun vinnur þrjá fjórðu hluta þessarar orku úr vatnsafli, jarðvarma og vindi.


This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.