Norðurljósasveigur
(Norður)ljósasveigurinn stýrir breidd og styrk pólarljósanna (norður- og suðurljósa). Það er sveigur eða kragi sem myndast í kringum segulskaut jarðar. Breidd þess er breytileg og fylgir svokölluðu geimveðri. Þegar lítil virkni er á sólinni verður beltið mjórra og aftur á móti breiðara þegar aukning verður í sólvindum / sólgosum. Sólvindurinn ber með sér hlaðnar rafagnir (rafeindir og róteindir) sem sleppa inn í segulsvið jarðar og dragast að segulpólunum og mynda ljósin (norðurljós og suðurljós).
Spár um styrk ljósasveigsins á norður- og suðurhveli jarðarinnar má sjá undir OVATION Auroral Forecast á vefsíðunni www.spaceweatherlive.com.
Mynd: Ljósasveigur á suðurhveli jarðar, heimild: https://www.spaceweatherlive.com/en/auroral-activity/auroral-oval.