Háloftavindar
Háloftavindar eru oft skilgreindir sem tiltölulega langt en mjótt afmarkað svæði þar sem vindhraði er mun meiri en umhverfis hana. Vindarnir hreyfast frá vestri til austurs og hafa áhrif á allt veðurkerfi heimsins.
Háloftavindar hafa jafnan mestan vindstyrk í 9-16 km hæð yfir jörðu, rétt fyrir neðan veðrahvörfin. Þeir myndast líkt og allur vindur vegna hitamunar, sem orsakar þrýstingsmun og þar sem áhrif frá viðnámi jarðar gætir ekki eða ekki eins mikið. Hæstu fjallgarðar heims gætu þó haft nokkur áhrif.
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á háloftavindana og valda svökölluðum “breytilegum háloftavindi” þar sem loftið hreyfist í bylgjum eða fylgir óreglulegu kerfi og meira af köldu lofti steypir sér suður frá Norðurslóðum í átt að miðlægri breiddargráðu, með mjög köldu veðri sem getur enst vikum saman á hverjum tíma (sem kemur fram í kuldametum og snjóþungum vetrum).