Yedoma sífreri
Yedoma er sífreri sem er mjög ríkur af lífrænum efnum (kolefnisríkur) og hefur verið frosinn síðan á Pleistósen tímabilinu eða fyrir um 2,6 milljónum ára. Yedoma hefur allt frá 50 til 90% ísinnihald.
Sífrerinn yedoma nær yfir um eina milljón ferkílómetra meðfram 7000 km strandlengju í Austur Síberíu.
Sífrerinn er tekinn að þiðna og hefur þegar orðið vart við metangasleka sem að stuðlar að hörfun strandlengjunnar í Síberíu og Alaska.
Mynd: útbreiðsla yedoma http://apgc.awi.de (Creative Commons Attribution 4.0 License).