AMAP
AMAP (Arctic Monitoring and Assessment Program) er vinnuhópur innan Norðurskautsráðsins (Arctic Council), með skrifstofu í Ósló, Noregi. Verkefni vinnuhópsins eru tengd norðurslóðum og að veita áreiðanlegar upplýsingar um umhverfi norðurslóða, ógnir eins og mengun, loftslagsbreytingar o.s.frv.