Húðkeipur – kajak
Húðkeipur eða kajak (qajaq á máli Inúíta) er langur smábátur. Hann var fyrst gerður fyrir um 4400 árum af grænlenskum Inúítum og notaður við veiðar. Hann er tákn Grænlands.
Kajak var gerður úr því hráefni sem til var – rekavið, skinni, beinum og sinum. Kajakar eru mest notaðir við selaveiðar og hvalveiðar. Fyrir einstaklinga á Grænlandi var mikilvægt að vera laginn við kajakveiðar því það gat þýtt aukið mikilvægi og betri tengingu innan samfélagsins.