AMUPS – Háskóli
Adam Mickiewicz Háskóla Pólar Rannsóknarstöð er pólsk rannsóknarstöð á norðurslóðum eingöngu starfrækt á sumrin. Er staðsett í Petuniaflóa á norðurströnd Billefjarðar sem er miðsvæðis á Spitsbergen stærstu eyju Svalbarða (norskur eyjaklasi).
Fyrsti leiðangur Adam Mickiewicz Háskólans í Poznań til Spitsbergen var 1984. Næstu sumur eða þangað til árið 2009 var rannsóknarstöðin staðsett í Skottehytta, sem er gamall veiðimannakofi. Í júlí 2011 byggði Háskólinn sína eigin stöð, sem samanstóð af tveimur byggingum hvor um sig 10 m2. Sumarið 2015 var stöðin svo færð að veturströnd Petunia flóa.
Stöðin starfrækir aðallega rannsóknir á sviðum landmótunarfræða, jöklafræða, vatnafræða, jarðefnafræða og veðurfræða.