Heimskautaloftslag
Er tegund af köldum loftmassa sem myndast yfir landi eða vatni á hærri breiddargráðum, innan háþrýstisvæða heimskautanna og er sérstaklega ríkjandi seint á haustin, á veturna og snemma á vorin.
Meginlands heimskautaloftslag (cP) hefur lægri yfirborðshita og lægri rakastig. Úthafs heimskautaloftslag (mP) hefur svipaða eiginleika og meginlands heimskautaloftslag til að byrja með en um leið og það fer yfir heitara vatn verður loftið mjög óstöðugt og með hærra rakastig. Þessi loftmassi er alræmdur fyrir að mynda þoku, rigningarúða og skýjað veðurfar.