Hringiða
Hringiða er hringlaga kerfi hafstrauma þar sem kerfissnúningur á vatni er knúinn áfram af vindi og myndast af Corioliskrafti: snúningur jarðar býr til svigkraftinn sem leitast við að sveigja loftstrauminn til hægri á norðurhveli og vinstri á suðurhveli.
Það eru fimm hringiður á hnettinum
- Norður Atlantshafs hringiðan
- Suður Atlantshafs hringiðan
- Norður Kyrrahafs hringiðan
- Suður Kyrrahafs hringiðan
- Indlandshafs hringiðan
Stefna snúningsins fer eftir staðsetningunni á jörðinni eins og áður hefur komið fram (til hægri á norðurhveli og vinstri á suðurhveli).
Hringiður hafa tilhneigingu til að draga þá mengun sem sett er út í hafið á strandsvæðum út á hafið. Þess vegna myndast svokallaðar Sorpeyjar sem eru að mestu úr örperlum eða plasttrefjum.