Pingo hæð
Orðið „pingo“ merkir hæð á máli frumbyggja í Norður‐Kanada. Þetta eru stórar keilulaga eða ílangar hæðir með frosnum ískjarna. Þessi fyrirbrigði verða til á stöðum sem að sífrera er að finna og geta náð allt að 70 m hæð orðið yfir 500 m í þvermál og orðið allt að 1000 ára gamlar.
Til að pingo hæðirnar geti myndast þarf að vera nóg vatn og myndast þær því gjarnan í eða við árfarvegi eða þar sem er mikið grunnvatnsrennsli. Þær eru einvörðungu að finna við mjög kaldar loftslagsaðstæður, m.a. nyrst í Kanada, á Grænlandi, Alaska og Síberíu. Fyrirbærin Pingo eru meðal sérstæðustu náttúru‐ smíða jarðarinnar; þær geta verið mjög fagrar ásýndum, reglulegar og svipar stundum til eldgíga.
Íslensk heimild: Ólafur Arnalds, Kulferli, frost og mold