Stöðuorka
Stöðuorka er tegund orku sem er nátengd hreyfiorku. Stöðuorka er til dæmis virkjuð í vatnsaflsvirkjunum til að framleiða raforku þá kallast hún þyngdaraflsorka. Tegundir af stöðuorku eru:
- Efnaorka er orka sem er geymd í tengingum atóma og sameinda (rafhlöðum, lífmassa, olíu, náttúrugas)
- Vélræn orka er orka sem er geymd i hlutum með spennu (þjappaðir gormar og strekktar gúmmíteyjur)
- Kjarnorka er orka sem er geymd í kjarna atóma – orka sem heldur kjarnanum saman (kjarnorkuver)
- Þyngdaraflsorka er orka sem er geymd í hæð hlutanna (vatnsfallsvirkjanir)