Ísnálar
Ísnálar eru massi af frosnu vatni sem verður til eins og lagskiptur ís. Þetta gerist þegar frystir duglega alveg niður við jörð þegar jarðvegurinn er ófrosin undir. Þegar vatnið frýs og myndar ískristalla við yfirborðið eða rétt neðan þess tekur vatn að berast neðan frá upp úr jarðaveginum að ísnum. Við það myndast ískristallarnir og lengjast sífellt.