Virka lagið
Virka lagið á sífreranum er efsta lagið sem þiðnar á sumrin og frýs aftur á haustin.
Á svæðum þar sem sumrin eru köld getur virka lagið verið mjög þunnt (t.d. aðeins 10 sentimetrar á Ellesmere eyju, Kanada). Á svæðum þar sem sumrin eru heitari er virka lagið þykkra (um það bil 2,5 metra í Yakutsk, Rússlandi). Á svæðum þar sem sífreri er óreglulegur getur virka lagið orðið mjög þykkt (5 metrar í Yellowknife, Kanada).
Tegund jarðvegarins skiptir einnig miklu máli. Vegna betri leiðnunar getur virka lagið í jarðvegi sem er sendinn eða malarkenndur verið allt upp í fimm sinnum dýpri en í jarðvegi sem er leirríkari.
Margar tegundir af plöntum þrífast á svæðum þar sem sífreri er en þær vaxa aðallega á virka laginu vegna þess að ræturnar ná ekki að stingast niður í frosna jörð.
Vegna hlýnunar jarðar þá er virka lagið í sífreranum að meðaltali að þykkna og hlýna. Þegar lífræna efsta lagið þiðnar þá er það líklegra til að rotna og þegar það brotnar niður þá myndar það metan (CH4), sem getur stuðlað að meiri kolefni í andrúmsloftinu.