Heimskautafari
Heiti sem notað er yfir vísinda-, ferða og ævintýrafólk sem rannsaka og ferðast til svæða heimskautanna. Í dag eru aðallega vísindamenn eða sérfræðimenntaðir einstaklingar að vinna á rannsóknarstöðum á pólunum, á Norðurslóðum og á Suðurheimskautslandinu. Á þessi svæði eru einnig farnir ýmsir leiðangrar með vísindamenn og aðra í sérstökum erindagjörðum svo sem til að prufa tækjabúnað eða í ævintýraleit.
Mynd: Vetrarstarfsfólk að störfum fyrir pólsku Pólarrannsóknarstöðvarinnar í Hornsund, Spitsbergen á Svalbarða. Mynd: Piotr Andryszczak.