Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

Selir

Selir og rostungar, ásamt sæljónum sem ekki finnast hér við land, teljast til hreifadýra, en það er undirættbálkur innan rándýra. Forfeður hreifadýranna voru landrándýr sem voru skyldust björnum.

Við Ísland kæpa tvær selategundir; útselur (Halichoerus grypus) og landselur (Phoca vitulina).

Selafjölbreytnin glæðist nokkuð yfir vetrartímann. Íslensku selirnir halda þó gjarnan lengra út á haf og sjást því sjaldnar. En þá fara farselir úr Norðurhöfum hinsvegar að sjást. Þessar tegundir eru mjög algengar við ísröndina í Norður-Íshafinu og kæpa þar flestar. Yfir veturinn færa þessir selir sig gjarnan sunnar og eru þeir alltíðir gestir við norðurströnd Íslands.

Selategundir þessar eru vöðuselur (Pagophilus groenlandica), blöðruselur (Cystophora cristata), hringanóri (Pusa hispida), kampselur (Erignathus barbatus) og rostungur (Odobenus rosmarus).

Fyrr á öldum gátu komur farsela að ströndum lands skipt sköpum fyrir íbúa Norðurlands, enda komu þeir oft síðla vetrar og snemma vors þegar farið var að ganga á matarforðann og hungrið farið að sverfa að. Þeir voru því kærkomin búbót í erfiðu árferði því, í þá daga, voru kreppur yfirleitt árferðinu að kenna og komu ekki bara við pyngju fólks heldur líka maga.

Íslendingar hafa aldrei veitt farseli á skipulagðan hátt við hafísröndina, þar sem ganga má að þeim vísum. Hinsvegar hafa Norðmenn stundað þar umfangsmiklar veiðar í langan tíma, jafnvel þótt styttra sé á selmiðin héðan frá Íslandi en frá Noregi.

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.