Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

Steypireyður

Steypireyðurin eða bláhvalurinn (Balaenoptera musculus) er stærsta dýr jarðarinnar, kannski stærsta dýrið sem nokkurn tímann hefur verið uppi á jörðinni.

Hún nær mest rúmlega 33 m lengd og 190 tonna þyngd, meðalstærð er hinsvegar um 70 tonn. Þyngdin er yfir þrítugföld þyngd stærsta fíls. Meðalstór maður getur skriðið um í stærstu æðunum og hjartað er á stærð við lítinn bíl. Hún getur náð 100 ára aldri.

Steypireyðurin finnst um öll heimshöf, en er orðinn mjög sjaldgæf vegna ofveiða fyrri tíma. Frá því hvalveiðar hófust á vélskipum og með sprengiskutla á 19. öldinni hefur steypireyðum fækkað verulega í heiminum Enda var upphaflega mest sóst eftir henni af öllum hvölum vegna stærðar hennar. Veiðar af þessu tagi hófust frá Íslandi árið 1883 og voru þar Norðmenn á ferð.

Frá því hvalveiðar hófust í Hvalfirði árið 1948 voru veiddar alls 163 steypireyðar. Árið 1960 var hún svo friðuð hér við land og hefur engin steypireyður verið veidd hér við land síðan. Vegna ofveiði um allan heim var alheimsbann síðan lagt á veiðar á steypireyði árið 1965.

Fjöldi við Ísland er nú áætlaður um 1.000 dýr, en 1.500 í öllu N-Atlantshafinu. Fjöldi í heiminum er áætlaður æa bilinu 6.000 til 14.000 dýr. Áætlað er að alheimsstofninn hafi verið um 300.000 dýr áður en hinar gríðarlegu veiðar hófust á 19. öldinni. Tegundin á því langt í land með að ná sér eftir veiðarnar.

Líkt og aðrir reyðarhvalir er steypireyðurin rennileg að lögun, enda getur hún náð allt að 30 km/klst hraða. Hún heldur sig í fæðuleit á norðurslóðum eða í köldum suðurhöfum á sumrin þar sem hún étur og fitnar, en á vetrum heldur hún sig í hlýrri sjó, en étur þar lítið.

Steypireyðar makast á sumrin og ganga kvendýrin með fóstrið í 10-11 mánuði. Kálfurinn fæðist því á vorin þegar dýrin eru aftur komin á fæðuslóðir. Kálfurinn er svo á spena í um 8 mánuði og bætir þá á sig 90 kílóum á dag að jafnaði. Hann verður kynþroska um 10 ára gamall.

Fæða er mest sviflæg krabbadýr, einkum ljósáta. Þó er einnig þekkt að hún éti smáfiska eða smokkfiska. Steypireyður kafar að jafnaði niður á 50 til 100 m dýpi, 10 til 15 mínútur í senn.

Að mannsinum og háhyrningum undanskildum á steypireyðurin sér enga náttúrulega óvini. Talið er, þó að sjaldgæft sé, að háhyrningar ráði við fullvaxta steypireyði.

Steypireyður sést reglulega á íslensku hafsvæði en var ofveidd á þessari öld og hefur stofninn ekki enn náð sér á strik eftir það. Steypireyðar halda sig oftast stakar eða í litlum hópum og eru einnig oft nær landi en aðrir stórir reyðarhvalir.

 

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.