Ísbjörn
Contents
Lýsing
Heimkynni ísbjarnarins (Ursus maritimus) er á Norðurslóðum; Kanada, Alaska, Grænlandi, Svalbarða og Rússlandi. Þeir eru mjög víðförlir og leggja oft upp í langferðir í leit að æti en hafast að mestu við með ströndum og á hafís á norðurskautssvæðinu. Þeir leggjast ekki í hýði á veturnar og halda sig við þau svæði þar sem hafís er að finna til að eiga auðveldara með að ferðast á milli staða. Á sumrin þegar hafís er í lágmarki þá halda þeir sig við strandsvæði. Ísbirnir lifa frekar óreglulegu lífi til dæmis skipta þeir ekki sólarhringnum niður í dag og nótt heldur sofa kannski ekki í marga daga en liggja þess á milli í leti. Karldýr geta orðið allt að 700 kg að þyngd, kvendýr eru oft helmingi léttari og geta orðið allt að 350 kg.
Fengitími ísbjarna er frá mars til maí, einkum þó í apríl. Meðgöngutíminn er sjö til átta mánuðir og eignast ísbirnir oftast tvo húna. Þeir fæðast í snjógryfjum í desember og janúar. Á vorin yfirgefa þeir svo gryfjurnar með móður sinni og halda sig með henni í kringum tvö ár.
Bjarnar fjölskyldan
Inniheldur meðal annarra kjötætuna ísbjörninn, jurtaætuna pandabjörninn og brúnbjörninn sem borðar bæði kjöt og jurtir. Þróunarlega skildu leiðir á milli ísbjarnarins og brúnbjarnarins fyrir um það bil 5000,000 árum síðan þegar að kólna tók aftur á jörðinni.
Leiðir til að aðlagast að Norðurslóðaveðurfari
Norðurslóðaveðurfar með löngum, köldum og dimmum vetrum gerði það að verkum að ísbjörninn hefur þróað með sér sérstaka aðlögunarhæfni gegn kulda til að lifa af. Hann hefur mjög sterkt lyktarskyn og langan háls með grannt höfuð sem auðveldar honum að veiða seli sem fela sig undir ís. Breiðar loppur þaktar hárum og klær sem beygjast þannig að þeir sökkva síður í snjóinn eða renna síður á ís. Fituforðinn hjálpar þeim þegar enga ætu er að fá sem getur oft verið í nokkra mánuði, því þá vantar ís og erfitt reynist að veiða seli.
Ógnir og verndun
Mengun, veiðar, mannlegar athafnir (t.d. olíuboranir) sem og stöðug bráðnun hafíss á Norðurslóðum eru raunverulegar ógnir við ísbjörninn. Árið 1973 undirrituðu Kanada, Danmörk, Noregur, Sovíetríkin og Bandaríkin öll alþjóðasáttmála um verndun ísbjarna.
Í dag eru ýmsar aðgerðir í vinnslu til að vernda tegundina.
Áhugaverð staðreyndir
Vísindamenn sem vinna á vegum Norsku Pólarrannsóknarstofnunarinnar ásamt stofnuninni WWF fylgjast grannt með ísbjörnum sem búa á svæðum nálægt Svalbarða. Þeir nota GPS leitunarólar sem eru festar á háls dýranna.
Pólskir vísindamenn sem vinna við Pólsku Pólarrannsóknarstöðina við Hornsundi á Spitsbergen skrá allar heimsóknir ísbjarna á þeirra svæði.