Suðurskautssáttmáli
Suðurskautssáttmáli er alþjóðlegur lagasamningur sem nær yfir Suðurskautslandið. Þar sem engir innfæddir íbúar byggja landið bjuggu lönd sem stunda rannsóknir á svæðinu til lagakerfi og samkomulag til að vernda umhverfið og tryggja vísindalegt rannsóknarfrelsi sem og að banna alla hernaðarlega umsýslu um svæðið. Suðurskautið er hlutlaust svæði undir sameiginlegri stjórn þeirra landa sem undirritað hafa samkomulagið.
Suðurskautssáttmálinn tók gildi 12. júní 1961, undirritað af löndum sem áttu vísindalega hagsmuni að gæta í álfunni á þeim tíma: Argentína, Ástralía, Belgía, Chile, Frakkland, Japan, Nýja-Sjáland, Noregur, Suður Afríka, Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin. Nú eru 53 lönd aðilar að sáttmálanum og hefur ýmsum lagagreinum verið bætt við sáttmálann. Þar á meðal eru greinar um verndun dýralífsins á svæðinu sem og reglugerð sem snýr að starfsemi rannsóknarstöðva í álfunni.