Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»
Other languages:

Andarnefja

Andarnefjur teljast til tannhvala, jafnvel þótt ekki fari mikið fyrir tönnum. Tarfurinn skartar aðeins einni tönn á meðan kýrin er tannlaus. Andarnefjur eru með stærstu tannhvölum og geta tarfarnir náð hátt í 10 metra lengd en kýrnar eru minni eða að hámarki tæpir 9 metrar.

Andarnefjan er svipuð að stærð og hrefnan, sem er með minnstu skíðishvölum, og eru þessar tvær tegundir reyndar talsvert líkar við fyrstu sýn ef einungis sést í bakið. Megineinkenni andarnefjunnar og það sem gerir hana frábrugðna öðrum hvölum umhverfis Ísland er höfuðlagið. Ennið er hátt og minnir nokkuð á höfuðlag búrhvala en kjálkar hennar ná hins vegar fram fyrir ennið og gera trýni hennar framstætt.

Andarnefjan hefur aldrei verið veidd í neinu magni af Íslendingum, nema þá sjaldan þær sáust nálægt landi. Eggert Ólafsson getur til dæmis um það í ferðabók sinni að Eyfirðingar hafi veitt andarnefju sér til matar á 17. og 18. öld.

Norðmenn stunduðu hins vegar talsverðar andarnefjuveiðar í hafinu fyrir norðan og norðaustan Ísland frá miðri 19. öld og fram til 1920. Andarnefjan var fyrst og fremst veidd vegna lýsisins.

Andarnefjur eru forvitnar að eðlisfari og eru þekktar fyrir að nálgast báta til að skoða þá. Þær reyna einnig að hjálpa særðum félögum og hefur það ásamt forvitni þeirra gert það að verkum að auðvelt hefur verið að veiða þær.

Andarnefjur verða kynþroska 8-12 ára gamlar. Flest bendir til þess að kýrnar beri annað hvert ár eftir 12 mánaða meðgöngutíma. Kálfar fæðast um 3-3,5 m langir í apríl-júlí og eru sennilega á spena í heilt ár, en geta fylgt móður sinni eftir mun lengur. Vitað er um andarnefjutarfa sem hafa náð 37 ára aldri en elsta kýrin, sem aldursgreind hefur verið, var 27 ára gömul.

Andarnefja er úthafshvalur og hennar verður sjaldan vart nálægt landi, nema þá helst þegar dauð dýr rekur á land, eða ef dýr eiga í einhverjum vandræðum. Andarnefjan er, ásamt búrhvalnum, sú hvalategund sem kafar dýpst og getur kafað á meira en kílómetra dýpi í fæðuleit. Þessar djúpkafanir geta varað í allt að tvær klukkustundir. Helstu fæðusvæðin hér við land eru fyrir utan landgrunnið, þar sem dýpi er 1000 metrar eða meira. Aðalfæða andarnefja er smokkfiskur, en auk þess má finna í fæðu þeirra nokkrar tegundir fiska, sæbjúgu og slöngustjörnur.

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.