Albedo
Albedo er mælieining sem mælir endurkast af yfirborði; ef um jörðina er að ræða, segir það til hversu mikið sólarljós (orka) endurspeglast aftur út í geiminn – það er hlutfall af geislun sem endurvarpast af yfirborðinu. Albedo hefur kælandi áhrif. Það er aðallega háð yfirborðslitum (dökkt yfirborð dregur í sig meiri orku en ljóst yfirborð, t.d. hefur vatnsborð lægra albedo en sjávarís).
Vísindamenn frá Kaliforníuháskóla í San Diego, hafa greint norðurslóða gervihnattagögn frá árunum 1979 til 2011 og komist að því að norðurslóða Albedo hefur að meðaltali lækkað úr 52 prósentum í 48 prósent frá 1979 vegna minnkandi íss á norðurslóðum.