Haustlitir
Á haustin breytist litur á laufum plantna, frá grænum til annarra lita eins og guls, rauðs eða appelsínuguls. Þetta er algengt meðal margra trjátegunda og getur verið mjög falleg sjón og þá sérstaklega þegar það gerist á sama tíma á mörgum plöntum sem ná yfir stórt svæði. Þessi breyting gæti virst óþörf.
Af hverju breytist liturinn á laufum sem eru hvort eð er að fara að falla af trjánum og deyja?
Svarið liggur aðallega í því að þegar haustið nálgast þá getur það reynst orkufrekt fyrir plöntuna að halda græna litnum. Laufin hætta að framleiða efnið sem gerir blöðin græn (klórófyll) frekar en að þau framleiði annað efni sem býr til aðra liti. Flestir gulu litirnir og jafnvel þeir rauðu eru til staðar á sumrin en græni liturinn hylur þá. Litabreytingin hefur einnig það mikilvæga hlutverk að undirbúa tréin fyrir vetrardvala þeirra.