Lífvana umhverfi
Lífvana umhverfi inniheldur alla ólífræna þætti og ferli í vistkerfinu eða með öðrum orðum er umhverfi sem á sér stað án tilstillis lífvera. Sólskin, jarðvegur (með breytum eins og sýrustigi), vatn, vindur og rakastig eru dæmi um mikilvæga lífvana þætti sem hafa gagnvirk áhrif á hvor annan og á lifandi verur – þar með talið dýr og plöntur.