Ljósáta
Ljósáta er tegund krabbaflóa sem hafa einkennandi ytri tálkn. Það eru til 86 tegundir af þessum lífverum í sjónum á jörðinni.
Fullvaxin ljósáta er um það bil 8-60 mm löng og nokkur grömm að þyngd. Sumar tegundirnar hafa þann líffræðilega möguleika að lýsa í myrkri (þannig fær hún nafn sitt).
Ljósátan heldur sig í efstu lögum sjávar en getur lifað niður í allt að 2000 metra dýpi. Lífverurnar hrygna á úthafssvæðum eða opnum hafsvæðum. Eftir að afkvæmin koma úr eggjunum svífa þau í átt að yfirborði og ganga í gegnum nokkrar líffræðilegar breytingar á leiðinni.
Þessar lífverur nærast nær eingöngu á jurtasvifi en á veturna vegna þarfarinnar á kalóríuríkara fæði nærast þær aðallega á dýrasvifi.
Ljósáta er grunn eining fæðukeðjunnar – næring fyrir mörgæsir, seli og hvali. Ljósátan er líka veitt til manneldis og þá aðallega þekktasta tegund þessara krabbaflóa – suðurhafsljósátan (Euphausia superba) (suðurhafskríli).
Enska heitið á ljósátu er “krill” sem kemur úr norsku og þýðir “lítill fiskur”.