Ýsa
Ýsa er saltvatns fiskur sem auðvelt er að þekkja vegna þess að hún er með dökka rák eftir bol aftur að sporði og stóran svartan blett yfir eyruggum sem oft er lýst sem “fingrafari” eða jafnvel “fingrafari djöfulsins”. Einnig hefur hún skeggþráð á neðri góm.
Heimkynni ýsunnar eru í Norður Atlantshafi og við Ísland er hún allt í kringum landið, einkum þó við suður og suðvesturströndina. Hún heldur sig yfirleitt á 10 til 200 metra dýpi.
Ýsan er helsti matfiskur Íslendinga.