Fornbakteríur
Fornbakteríur eru einfruma lífverur án frumukjarna sem lifa venjulega við mjög erfiðar aðstæður, skilgreindar frá raunbakteríum. En báðar tegundirnar tilheyra dreifkjörnungum.
Í upphafi var talið að fornbakteríur væru þróunarlega mun eldri en raunbakteríur. Hinsvegar, er vitað í dag að þessar bakteríur hafa þróast hlið við hlið og reynast jafn gamlar. Erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt að fornbakteríur eru mjög ólíkar bakteríum og reynast tengdari heilkjörnungum og geta jafnvel verið undanfari heilkjörnunga.