Bernarsáttmáli
Bernarsáttmáli er bindandi alþjóðasamningur sem er saminn til að vernda dýra- og plöntulíf.
Í dag hafa 47 lönd í Evrópu og fjögur lönd í Afríku fullgilt samninginn sem var gerður árið 1979.
Með samningum skuldbinda löndin sig til að fylgjast með og semja reglugerðir um hvernig og hversu mikið má veiða af ákveðnum dýrategundum og hvernig leyfilegt er að nota eða nýta tilteknar tegundir búsvæða af almenningi.
Bernarsáttmálinn miðar að því að tryggja að tegundir, innan þátttökulandanna, séu stjórnað á sjálfbæran hátt til að hindra frekara tjón á líffræðilegum fjölbreytileika.