refur
Hefðbundin föt Sama voru yfirleitt gerð úr hreindýraleðri og sinum en eru í dag oftast gerð úr ull, bómull eða silki.
Hefðbundinn búningur Sama einkennist af sterkum lit skreyttum með lituðum böndum, fléttum, útsaumi og oft háum kraga. Algengustu hefðbundnu gákti eru oftast í rauðum, bláum, grænum eða hvítum lit með miðlungsbrúnu lituðu leðri eða hreindýraskinni. Aðal hluti búningsins er peysa bæði hjá konum og körlum. Hjá körlunum er hún ívið styttri og nær niður að mjöðmum en hjá konunum nær hún niður að hnjám eða jafnvel alveg niður að kálfa. Kvenna gákti samanstendur af kjóli, sjali með kögri og stígvél eða skóm gerðum úr hreindýraskinni eða leðri og fallega skreytt silfurskart. Stígvélin eru yfirleitt með bogna eða támjóar tær.
Gákti eru mismunandi eftir samfélögum til dæmis í suðurhluta Sápmi eru búningur síðari en í norðurhlutanum.
Litirnir, mynstrin og skartið eru til marks um hvaðan einstaklingarnir koma, hvort þeir eru einhleypir eða giftir og jafnvel eiga sumar fjölskyldur sér munstur. Munstur og lögun hnappana á beltinu segir til um hvort að einstaklingurinn sé giftur eða ekki. Ef að hnapparnir eru kössóttir þá þýðir það að einstaklingurinn er giftur. Einhleypir nota belti með hringlóttum hnöppum.
Búningurinn er notaður bæði við sérstaka atburði / tilefni og þegar fólk er að vinna og þá sérstaklega í hreindýrabúskap.
Mynd: NN – norden.org