Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

refur

Hefðbundin föt Sama voru yfirleitt gerð úr hreindýraleðri og sinum en eru í dag oftast gerð úr ull, bómull eða silki.

Hefðbundinn búningur Sama einkennist af sterkum lit skreyttum með lituðum böndum, fléttum, útsaumi og oft háum kraga. Algengustu hefðbundnu gákti eru oftast í rauðum, bláum, grænum eða hvítum lit með miðlungsbrúnu lituðu leðri eða hreindýraskinni. Aðal hluti búningsins er peysa bæði hjá konum og körlum. Hjá körlunum er hún ívið styttri og nær niður að mjöðmum en hjá konunum nær hún niður að hnjám eða jafnvel alveg niður að kálfa. Kvenna gákti samanstendur af kjóli, sjali með kögri og stígvél eða skóm gerðum úr hreindýraskinni eða leðri og fallega skreytt silfurskart. Stígvélin eru yfirleitt með bogna eða támjóar tær.

Gákti eru mismunandi eftir samfélögum til dæmis í suðurhluta Sápmi eru búningur síðari en í norðurhlutanum.

Litirnir, mynstrin og skartið eru til marks um hvaðan einstaklingarnir koma, hvort þeir eru einhleypir eða giftir og jafnvel eiga sumar fjölskyldur sér munstur. Munstur og lögun hnappana á beltinu segir til um hvort að einstaklingurinn sé giftur eða ekki. Ef að hnapparnir eru kössóttir þá þýðir það að einstaklingurinn er giftur. Einhleypir nota belti með hringlóttum hnöppum.

Búningurinn er notaður bæði við sérstaka atburði / tilefni og þegar fólk er að vinna og þá sérstaklega í hreindýrabúskap.

Mynd: NN – norden.org

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.