Hrææta
Hræætur eru dýr sem éta leifar dauðra dýra eða hræ dýra. Dæmigerðar hræætur eru til dæmis refir, birnir og hrægammar og hryggleysingjar eins og flugur, sniglar og ormar. Sumar hræætur eru líka rándýr sem drepa önnur dýr. Hræætur hjálpa til við niðurbrot hræjanna með því að éta þau. Þær eru yfirleitt fyrstar á vettvang þegar dýr deyr og sjá um stærsta hlutann af niðurbroti hræjanna.
Í sjónum eru margar hræætur sem að flest okkar vita ekki um. Hægt er að sjá nokkrar þeirra í þessu myndbandi. Heimild: BBC