Ada Lovelace
Ada Lovelace (Augusta Ada King, greifynja af Lovelace) er álitin af mörgum að hafa verið fyrsti forritarinn og hefur hún oft verið kölluð „spámaður tölvualdarinnar“. Er hún góð fyrirmynd kvenna fyrir framlag sitt til vísindanna. Hún var fædd í London 10. desember 1815, dóttir fræga rómantíska skáldsins Byron lávarðar.
Ada dó úr krabbameini aðeins 36 ára gömul 27. nóvember 1852. Hún var fær stærðfræðingur og eru lýsingar hennar á reiknivél Charles Babbage það sem gerði hana þekkta. Hefði reiknivél Babbage verið smíðuð hefði forritið sem Ada skrifaði látið vélina reikna út röð Bernoulli talna. Hún sá einnig fyrir að það yrðu fleiri not fyrir svona tæki heldur en reikna tölur, en það var eini tilgangur Babbages. Hún sá fyrir sér möguleika tölvunnar og að hún gæti verið notuð til margra hluta meðal annars til að skapa tónlist og meðhöndla táknmyndir.