Ísbráðnun mæld
Þegar ísbráðnun er mæld eru tré- eða járnstöngum sökkt í nokkra metra dýpi í ísinn. Best er að sökkva stöngunum í lok tímabils ísbráðnunar. Á ákveðnum tímum er magn snjós eða íss á yfirborði samliggjandi stanga mældur. Um vorið eru gerðar holur alveg við stangirnar til að ákvarða fjölda snjókomu tilvika, magn og tegundar snjókomunnar.
Til að ná heildarfleti eða þversniði af jöklinum þarf að setja út margar samliggjandi snjóstangir í beina línu. Hægt er að skrá útkomu mælinganna og setja upplýsingarnar fram á myndrænan hátt – fyrir samliggjandi stangir þá er hægt að setja fram aðskilið myndrit fyrir uppsöfnun (bláir kassar á skýringarmynd) og ísbráðnun (grænir kassar á skýringarmynd). Rauðu kassarnir tákna útkomu ársjöfnunar – sem getur verið annað hvort jákvæð eða neikvæð. Á grundvelli slíkrar hliðlægrar útkomu er hægt að ákvarða punkt á jöklinum (á þverskurðinum meðfram mælistanganna) þar sem jafnvægið er núll – þetta er staðurinn þar sem ársjafnvægis línunni er náð (ELA).
Staðsetning á línunni getur verið breytileg á milli ára. Ef breytingarnar halda stöðugri stefnu, það er ef að staða línunnar lækkar eða rís kerfisbundið, þá er hægt að álykta um hlýnun jarðar.