Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
«
»

Norðurskautsráðið

Norðurskautsráðið (Arctic Council) er samstarfsvettvangur átta ríkja sem liggja að Norðurheimskautssvæðinu (norðurslóðum) og var stofnað árið 1996 með Ottawa-yfirlýsingunni. Samstarfið snýr að umhverfismálum, einkum loftslagsbreytingum, álitamálum varðandi nýtingu auðlinda og landakröfum á norðurslóðum.

Aðildarríki ráðsins eru átta talsins: Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Í ráðinu sitja einnig fastafulltrúar sex frumbyggjasamtaka á svæðinu og áheyrnarfulltrúar nokkurra ríkja utan norðurslóða (Bretlands, Frakklands, Hollands, Póllands, Spánar og Þýskalands), auk fulltrúa ýmissa samtaka. Aðildarríki ráðsins skiptast á að gegna formennsku. Svíþjóð gegndi formennsku í ráðinu til sumars 2013 en þá höfðu öll ríkin gegnt formennsku og nýr hringur hófst með formennsku Kanada sumarið 2013. Ísland mun gegna formennsku næst árin 2019-2021.

Sex vinnuhópar starfa innan Norðurskautsráðsins sem samanstanda af fulltrúum frá sérsviðum ráðuneyta, starfsmönnum opinberra stofnana og vísindamönnum. Starf þeirra spannar vítt svið, allt frá því að stemma stigu við loftlagsbreytingum og koma á neyðaráætlunum á svæðinu.

Öll verkefni eru styrkt af einhverju aðildaríkjanna.

«
»
Polarpedia has information categorized by main topics. Click on an icon below to view the available terms.
Polarpedia terms are created by EDU-ARCTIC Consortium, which holds responsibility for quality of translations in following languages: Polish, French, Danish, Norwegian, German, Russian, Italian, unless indicated otherwise. If you see an error - please contact us: edukacja@igf.edu.pl.
European Union flag This project (EDU-ARCTIC) has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No 710240. The content of the website is the sole responsibility of the Consortium and it does not represent the opinion of the European Commission, and the Commission is not responsible for any use that might be made of information contained.
Designed & hosted by American Systems Sp. z o.o.